Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. GA - lestrarmaraþon

12.02.2009
Nemendur mæta eftir kvöldmat á skólasafnið og hafa meðferðis svefnpoka, dýnur og annað sem nauðsynlegt er að hafa þegar gist er að heiman. Markmiðið var að lesa sem mest. Þema maraþonsins er um drauga. Margt býr í myrkrinu. Vonandi verður mikið lesið enda lesefnið mjög spennandi.
Rithöfundur kemur í heimsókn og les kafla úr bók sinni fyrir nemendurna. Ýmislegt óvænt gerist í myrkrinu sem gerir kvöldið enn eftirminnilegra. Um morguninn tekur svo við hefðbundið skólastarf að loknum morgunverði, og vonandi skemmta nemendur sér vel og takast á við daginn með bros á vör eftir eftirminnilega dvöl á bókasafninu.
Til baka
English
Hafðu samband