Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. bk - Fræðslufundur Páls Ólafssonar

15.01.2009

Fræðslufundur fyrir foreldra og nemendur í  7. bekk verður haldinn þann 15.

janúar 2009 kl. 8:30-10 í hátíðarsal skólans.  Á fundinum mun Páll Ólafsson félagsráðgjafi á fjölskyldusvið Garðabæjar flytja fyrirlesturinn "Tíu ráð til foreldra" sem fjallar um mikilvægi góðra samskipta í fjölskyldum og mögulegar leiðir til að bæta þau samskipti.

Páll er félagsráðgjafi og hefur unnið í barnavernd í bráðum tíu ár. Hann er mikill áhugamaður um framkomu fólks og hefur aflað sér þekkingar um aðferðir til að bæta samskipti fólks (Restitution).  Páll er einnig faðir fimm barna og hefur þar með reynslu í mikilvægi þess að hafa góð samskipti innan fjölskyldunnar.

"Tíu ráð til foreldra" er fyrirlestur sem haldinn hefur verið undanfarin ár fyrir foreldra og börn í öllum 7. bekkjum í Garðabæ.

Vonumst við til að allir foreldrar nemenda í 7. bekk sjái sér fært að mæta.

Kær kveðja,

stjórn Foreldrafélags Flataskóla

Til baka
English
Hafðu samband