Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaskemmtun

19.12.2008

Á jólaskemmtunum hefur skapast sú hefð að vinabekkir eru yfirleitt saman. Nemendur koma í salinn í fylgd kennara sinna og er raðað upp og dansað er í kring um jólatré í u.þ.b. 15 mín. Skemmtiatriði á sviði eru í rúmlega 1 klst. Nemendur í 5. bekk flytja helgileik og síðan eru 2., 4. og 6. bekkir með skemmtiatriði.

Síðasta kennsludag fyrir jól eru haldin svokölluð litlu jól í bekkjarstofu nemenda.  Þá er lesin jólasaga. Nemendur mega koma með gos og smákökur að heiman. Farið er í leiki og nemendur og kennari skemmta sér eftir því sem ákveðið er hjá hverjum bekk.

Til baka
English
Hafðu samband