Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5. bekkur - fjölþjóðahátíð kl. 9:00

21.05.2008
5. bekkir miðvikudaginn 21. maí kl. 9:00
Námsefni fyrir fjölþjóðahátíð 5. bekkja hefur verið unnið í tónsmiðju, tónmennt og fjöldasöng jaft og þétt frá janúarmánuði. Yfirmarkmið verkefnisins er samkennd: Að kunna að finna til með öðrum og geta sett sig í spor annarra. Fjögur ólík og framandi menningarsvæði eru lögð til grundvallar allri verkefnavinnu, með það að leiðarljósi að kynna menningu ólíkra heimshluta og auka skilning og virðingu fyrir ólíkum hefðum, siðum og venjum fólks alls staðar að.
Nemendur hafa sent á sjöunda tug friðaróska á póstfang listakonunnar Yoko Ono með von um að kveðjurnar komi bágstöddum að gagni og rati í tímahylki Friðarsúlunnar í Viðey. Þannig leggjum við bæði friðarhugsun og starfsemi lið ásamt því að að vera virkir þátttakendur í skapandi samtímalist.
Árni Árnason rithöfundur, þýðandi og kennari kom þriðjudaginn 6. maí og kynnti skólastarf við Apavatn í Malaví. Árni er í vinaskólasambandi á vegum UNESCO og fræddi okkur um ólíkar áherslur og framgang skólamála í Malaví og á Íslandi.
Viðeyjarferð var farin 8. maí þar sem nemendum 5. bekkja gafst kostur á að sjá og kynnast Friðarsúlunni, listaverki Yoko Ono undir leiðsögn Guðlaugar Ólafsdóttur verkefnisstjóra Viðeyjar. Jafnframt kynntust nemendur sögu og menningu þessarar merku eyjar sem leikið hefur stórt hlutverk í sögu lands og þjóðar.
Til baka
English
Hafðu samband