Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

3.bekkur - barnasáttmálinn og lestrarátak

12.05.2025
3.bekkur - barnasáttmálinn og lestrarátakNemendur í 3. bekk hafa verið að vinna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og tengt við skólareglur Flataskóla. Börnin, sem unnu tvö og tvö saman, drógu grein úr sáttmálanum til að vinna með. Þau skrifuðu útdrátt úr sáttmálanum á rúður skólastofanna og myndskreyttu með litríkum tússpennum. Börnin hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga og vandað sig bæði í samvinnu og sköpun. Í þessari viku stendur yfir lestrarátak. Lestur er mikilvægur þáttur í almennri menntun þar sem góð lestrarfærni er talin mikilvæg undirstaða frekara náms auk þess að bækur eru mikil uppspretta fróðleiks og skemmtunar. Fyrir hverjar 10 blaðsíður sem lesnar eru teikna börnin hjarta á rúðu í skólastofunni og skrifa nafnið sitt við.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband