Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Smíði í 1.og7.bekk

13.12.2024
Smíði í 1.og7.bekk

Börnin í 1. bekk hafa staðið sig með mikilli prýði þar sem mikil gleði og gríðarlegur sköpunarkraftur leiðir þau áfram. Þau eru jákvæð og vilja reyna á sig - þó sumt sé svolítið erfitt fyrir litlar hendur. Að pússa lítinn trékubb getur reynt á þolinmæðina en þá tökum við bara smá sandpappírsdans eða broddgaltadans og handleggirnir fyllast af fjöri aftur.

Börnin hafa unnið í því að þjálfa fínhreifingar fingra með því að nota leir, þau þjálfa seiglu og læra að meta eigin vinnubrögð þegar þau pússa og þjálfast í tveimur leiðum til að festa saman hluti (af þremur) þegar þau negla og líma.

Börnin í 7. bekk fá tækifæri til að hugsa eins og alvöru smiðir og smíða sér stól. Þau hafa staðið sig með mikilli prýði og gert sitt besta. Afraksturinn er glæsilegt stólasafn og ég vona innilega að nóg pláss sé í bílum forráðamanna fyrir glæsigripina!

Börnin hafa þurft að nota tifsagir, vinkla, trélím og að sjálfsögðu grófan og fínan sandpappír. Einnig lærðu þau að nota bora og borvélar. Þau lærðu einnig um torkskrúfur og skrúfbita og hvernig maður þarf að velja réttan bita fyrir þær skrúfur sem maður notar. Hér hafa nemendur fengið þjálfun í hönnun og hvernig maður útskýrir hugmyndir sínar, þjálfun í mælingum og notkun verkfæra.

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband