Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýjar skólareglur Flataskóla eru í vinnslu

05.10.2022
Nýjar skólareglur Flataskóla eru í vinnslu

Í tengslum við forvarnarviku Garðabæjar erum við í Flataskóla að endursemja skólareglur Flataskóla. Við byggjum nýju reglurnar á barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Réttindaráð skólans hélt fund  4.10 og valdi greinar  úr barnasáttmálanum sem þeim finnst skipta máli að nota við gerð skólareglna. Réttindaráðinu var skipt í tvo hópa og hvor hópur fékk allar greinar sáttmálans í hendur og þau lásu greinarnar fyrir  hvert annað og skýringuna á bak við hverja grein og veltu fyrir sér hvort þær ættu við í skólareglum. Áhersla var lögð á það að þær greinar sem ekki verða nýttar í vinnunni eru jafnmikilvægar og hinar þó þær passi ekki í skólaregluvinnu.

Greinarnar sem réttindaráð valdi eru:

7.gr Nafn og ríkisfang

3. gr Það sem barninu er fyrir bestu

31. gr  Hvíld, leikur, menning og listir

2. gr  Öll börn eru jöfn

13. gr  Frelsi til að deila hugmyndum sínum

29. gr  Markmið menntunar

15. gr  Félagafrelsi

19.gr  Vernd gegn ofbeldi

24. gr  Heilsuvernd, matur, umhverfi

12. gr  Virðing fyrir skoðunum barna

Föstudaginn 7.10. munu svo 35 nemendur úr öllum árgöngum vinna saman í sjö hópum við að skilgreina hvað það þýðir fyrir starfið í skólanum að þessi réttindi barna þurfi að virða. Að lokum munu umsjónarkennarar vinna með sínum nemendum að því að skilgreina hvað hver nemenadi  þarf að gera til að þau réttindi sem nemendur eiga verði virt.

Mikilvægt er að vera meðvitaður um að réttur hvers barns endar þar sem réttur þess næsta byrjar.

Til baka
English
Hafðu samband