Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

4-5 ára deild - Námsveggir

24.09.2021
4-5 ára deild - NámsveggirStarf 4-5 ára deildar Flataskóla er í miklum blóma.  Starfið er metnaðarfullt og leiða 2 leikskólakennarar daglegt starf deildarinnar. Til að auka gagnsæi í skipulagi er notast við myndrænt dagskipulag sem farið er yfir með börnunum í upphafi dags og er sýnilegt svo auðvelt sé að sjá hvað dagurinn ber í skauti sér.  Myndræna dagskipulagið er hluti af námsveggjum þar sem markmið í náminu hverju sinni eru sýnileg og skýr. 
Til baka
English
Hafðu samband