Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Haustferð í Guðmundarlund 2. september

31.08.2020
Haustferð í Guðmundarlund 2. september

Miðvikudaginn 2. september verður farin árleg ferð nemenda skólans í Guðmundarlund. Guðmundarlundur er opið skógræktarsvæði í eigu Skógræktarfélags Kópavogs og er hann staðsettur ofan við Kóra- og Þingahverfi í Kópavogi. Markmið ferðarinnar er að hrista saman hópinn okkar, njóta síðsumarsins, kynnast skóginum, íslenskri náttúru og efla sjálfstæði barnanna í útiumhverfi.

 

Skóladagurinn er eins og aðrir dagar, byrjar klukkan 8:30 og lýkur klukkan 14:00/14:20. Börnin byrja daginn á að mæta í sínar heimastofur. Farið verður með rútum í tveimur hópum. Fyrsti hópurinn leggur af stað klukkan 9:00 og síðari hópurinn kl. 9:45.

Nemendur í 4-5 ára deild verða í skólanum þennan dag en fara í haustferð síðar í mánuðinum.

 

Við komuna í Guðmundarlund verður byrjað á að borða nesti sem börnin hafa meðferðis (t.d. grænmeti, ávexti, brauð og safa - sætt kex og sælgæti tökum við ekki með). Vinsamlega setjið nesti barnanna og aukaföt í litla bakpoka eða töskur þar sem óhentugt er að rogast með stórar skólatöskur í ferðina. Að loknu nesti verður farið í leiki og gönguferðir um nágrennið sem kennarar barnanna skipuleggja. Í hádeginu verða svo grillaðar pylsur fyrir alla. Eftir hádegið verður síðan farið heim og verða allir komnir í skólann fyrir klukkan 14:00. Tómstundaheimilið tekur síðan við að lokinni ferð fyrir þá sem þar eru skráðir.

 

Við minnum á viðeigandi klæðnað en við verðum úti nánast allan daginn. Ekki er þörf á að taka með sér skólatöskur þennan dag – aðeins litla bakpoka eða töskur undir nesti.

Til baka
English
Hafðu samband