Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Látum gott af okkur leiða

12.12.2018
Látum gott af okkur leiða

Markmiðið hefur alltaf verið að hjálpa, styðja eða gleðja einhverja sem þurfa á því að halda. Nú ætlum við endurtaka leikinn frá í fyrra og safna matvælum í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd sem nefndin gefur í jólaúthlutun sinni þann.

Raunin er að fjöldi barna og fullorðinna á Íslandi býr við þær ömurlegu aðstæður að eiga ekki nóg að borða. Við viljum reyna að hjálpa þessu fólki og ætlum að hafa söfnunarviku í skólanum okkar.

Söfnunin fer þannig fram að í vikunni 12. - 17. desember geta allir sem vilja og hafa tök á komið með mat í skólann og skilað á sviðið í hátíðarsalnum. Nemendur í 7. bekk hafa umsjón með söfnuninni og taka við gjöfum á morgnanna þá vikuna.

Við getum aðeins tekið á móti matvælum sem ekki þarf að geyma í kæli og hafa langt geymsluþol.

Dæmi um matvæli sem hægt er að koma með:

Niðursuðuvörur t.d. rauðkál, baunir og túnfiskur, kaffi, morgunkorn, mjölvara, pasta, sósur, safar, kex, smákökur .

Öllum er frjálst hvort þeir koma með matargjöf eða ekki, en markmiðið er að börnin okkar læri að þau geti haft góð og jákvæð áhrif á líf annarra. Það verður engin skráning á matargjöfunum, hvorki hver gefur né hvað er gefið. Það sem skiptir máli er að margt smátt gerir eitt stórt.

Ef eitthvað er óljóst þá hafið endilega samband.

 

Tökum þátt í að bæta samfélagið okkar, ölum upp ábyrga æsku - og gerum öðrum gott.

Til baka
English
Hafðu samband