Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

6. bekkur í skólaheimsókn í Háskólanum á Akureyri

01.11.2018
6. bekkur í skólaheimsókn í Háskólanum á Akureyri

Á þriðjudaginn í þessari viku fóru nemendur í 6. bekk í skólaheimsókn í Háskólann á Akureyri. Þau notuðu fjærveruna Kristu í heimsókninni. Allir fengu að prófa að keyra Kristu og spjölluðu við háskólanema á ferðum sínum um ganga háskólans. Margrét Þóra Einarsdóttir verkefnastjóri í HA tók á móti hópnum og þökkum við kærlega fyrir frábærar móttökur.

Landinn var með innslag um fjærverur á þessu ári.

Eftir heimsóknina tóku nemendur í 6. bekk þátt í verkefni þar sem þeir veltu fyrir sér hvað þessi tækni gæti gert fyrir okkur hér á landi, hvernig væri hægt að þróa hana áfram og hver hópur valdi loks sína bestu hugmynd. Unnið var eftir aðferðum hönnunarhugsunar (Creative design). Nemendur stóðu sig framúrskarandi vel og áttu margar frumlegar og flottar hugmyndir.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband