Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útskrift hjá 7. bekk

08.06.2018 11:42
Útskrift hjá 7. bekk

Síðdegis fimmtudaginn 7. júní voru nemendur í sjöunda bekk kvaddir við hátíðlega athöfn í Flataskóla. Níutíu og tveir nemendur sátu í 7. bekk í vetur og kennarar þeirra voru þær Halla, Harpa, Sara og Rakel. Eftir smá inngang hjá aðstoðarskólastjóranum Helgu Maríu voru veitt verðlaun fyrir framfarir og góðan árangur í ýmsum námsgreinum. Viðurkenningu í íþróttum hlaut Úlfhildur, í íslensku Ólína Ágústa, í stærðfræði Thelma Margrét, í ensku Týr Óskar og Eva Kærnested, í dönsku Eva Júlía og Freyja. Þorgeir fékk  viðurkenningu fyrir framfarir í námi og Aðaldís Emma fyrir góðmennsku og hugulsemi gagnvart samnemendum. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í skapandi vinnu í list- og verkgreinum hlaut Árný Lind. Hrannar og Lóa María fluttu hugleiðingar sínum um árin í Flataskóla. Tónlistarflutningur var í höndum Jasmínar og Kristínar Ingu sem spiluðu fjórhent á píanó. Kennarar afhentu síðan nemendum vitnisburðarblöðin þar sem þeir komu hver og einn til kennara sinna til að taka við þeim og leið var þeim afhent birkiplanta að gjöf. Athöfninni lauk síðan með því að veitt voru bókaverðlaun fyrir bestu ljóðin í ljóðakeppni sem haldin er árlega á vorönn. Sjöundi bekkur bjó til atómljóð, sem er óhefðbundið form - nútímaljóð og vinningshafar voru þær Árný Lind, Ásdís Soffía og Emilía Ómarsd. og fluttu þær ljóðin sín fyrir áheyrendur. Eftir athöfnina í salnum gæddu nemendur og foreldrar þeirra sér á glæsilegu hlaðborði þar sem allir höfðu lagt eitthvað til með sér. Myndir frá athöfninni eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka

Útskrift hjá 7. bekk

08.06.2018
Útskrift hjá 7. bekk

Síðdegis fimmtudaginn 7. júní voru nemendur í sjöunda bekk kvaddir við hátíðlega athöfn í Flataskóla. Níutíu og tveir nemendur sátu í 7. bekk í vetur og kennarar þeirra voru þær Halla, Harpa, Sara og Rakel. Eftir smá inngang hjá aðstoðarskólastjóranum Helgu Maríu voru veitt verðlaun fyrir framfarir og góðan árangur í ýmsum námsgreinum. Viðurkenningu í íþróttum hlaut Úlfhildur, í íslensku Ólína Ágústa, í stærðfræði Thelma Margrét, í ensku Týr Óskar og Eva Kærnested, í dönsku Eva Júlía og Freyja. Þorgeir fékk  viðurkenningu fyrir framfarir í námi og Aðaldís Emma fyrir góðmennsku og hugulsemi gagnvart samnemendum. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í skapandi vinnu í list- og verkgreinum hlaut Árný Lind. Hrannar og Lóa María fluttu hugleiðingar sínum um árin í Flataskóla. Tónlistarflutningur var í höndum Jasmínar og Kristínar Ingu sem spiluðu fjórhent á píanó. Kennarar afhentu síðan nemendum vitnisburðarblöðin þar sem þeir komu hver og einn til kennara sinna til að taka við þeim og leið var þeim afhent birkiplanta að gjöf. Athöfninni lauk síðan með því að veitt voru bókaverðlaun fyrir bestu ljóðin í ljóðakeppni sem haldin er árlega á vorönn. Sjöundi bekkur bjó til atómljóð, sem er óhefðbundið form - nútímaljóð og vinningshafar voru þær Árný Lind, Ásdís Soffía og Emilía Ómarsd. og fluttu þær ljóðin sín fyrir áheyrendur. Eftir athöfnina í salnum gæddu nemendur og foreldrar þeirra sér á glæsilegu hlaðborði þar sem allir höfðu lagt eitthvað til með sér. Myndir frá athöfninni eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband