Skólaslit 8. júní 2018
Skólaslitin fóru fram að þessu sinni föstudaginn 8. júní með athöfn í hátíðarsal skólans. Nemendur í 4/5 og 1.-6. bekk komu í þremur hópum á mismunandi tímum til að kveðja kennara sína og taka á móti vitnisburði sínum. Birt voru úrslit í ljóðakeppninni og fluttu vinningshafar ljóð sín fyrir áheyrendur. Sú sem áttu vinningsljóð í 1. bekk var Kristín María, í 2. bekk voru það þau Steinar og Cecilia, í 4. bekk Elva Rún, Auður Krista sem átti tvö ljóð. Í 6. bekk þau Karólína, Guðni Viðar og Júlía Margrét. Kennarar afhentu síðan vitnisburðina í skólastofunum þar sem þeir kvöddu nemendur og óskuðu þeim velfarnaðar í sumarleyfinu. Nú er vonandi gott sumar framundan þar sem allir geta notið og það verða sjálfsagt hressir krakkar sem mæta í skólann aftur að sumri liðnu í ágúst til að hefja starfið á ný.
Myndir frá athöfninni eru komnar í myndasafn skólans.
Starfsfólk skólans þakkar fyrir samstarfið í vetur.