Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

UNICEF hlaupið í Flataskóla

06.06.2018
UNICEF hlaupið í Flataskóla

Skólinn skipulagði viðburðardag í gær í tengslum við UNICEF á Íslandi en skólinn tekur þátt í verkefni í samstarfi við UNICEF á Íslandi. Markmið UNICEF-hreyfingarinnar er að fræða börn um réttindin í Barnasáttmálanum og virkja þau til samstöðu með jafnöldrum sínum um allan heim. Börnunum var sýnd mynd í skólanum sem fjallaði um áhrif loftslagsbreytinga á réttindum barna. Börnin læra um ólíkar aðstæður barna um allan heima og tengja við sitt eigið líf á Íslandi. Börnin söfnuðu áheitum í hlaupinu og blíðskaparveður skapaði góða stemningu á íþróttavellinum í gær þegar það fór fram og voru börnin afar dugleg að hlaupa. Sumir hlupu mjög marga hringi og fengu límmiða fyrir hvern hlaupinn hring. Söfnunarféð rennur til jafns til verkefna UNICEF um allan heim og til réttindafræðslu og réttindagæslu fyrir börn á Íslandi. Myndir frá viðburðinum eru komnar í myndasafn skólans.

Hér fyrir neðan er myndband frá hlaupinu.

Til baka
English
Hafðu samband