Árshátíð hjá 7. bekk

Sjöundi bekkur hélt árshátíð 24. maí síðastliðinn. Það var mikið fjör og allir skemmtu sér konunglega. Sjöundi bekkur skipulagði þessa árshátíð í nefndum og það gekk allt með sóma. Það var góður matur og fjölbreytt atriði t.d. söngur, dans, leikur, fyndin myndbönd og margt fleira. Við fengum fordrykk, aðalrétt og eftirrétt. Í fordrykk fengum við safa og gos, í aðalrétt voru hamborgarar frá Dirty Burgers & Ribs þeir slógu í gegn hjá flestum en svo í eftirrétt fengum við bollakökur, krap og bland í poka. Við fengum skólahljómsveit úr Garðalundi og þau spiluðu fyrir okkur fjögur fjörug lög sem slógu í gegn hjá nemendum í 7.bekk í Flataskóla. Við enduðum á æðislegu happdrætti með fjölbreyttum og fjölmörgum vinningum en stærsta vinninginn vann hún Guðný Helga. Fréttina skrifuðu nemendurnir Aðaldís, Emelía og Martin í 7. bekk.
![]() |
![]() |
![]() |