Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir frá 1. bekk

01.06.2018
Fréttir frá 1. bekk

Nemendur og kennarar í 1. bekk tóku sig til og fóru með strætó í Hellisgerði í Hafnarfirði um daginn. Þar léku þeir sér í garðinum og borðuðu nestið sem þeir höfðu með sér. Þar upplifðu þeir heilmikil ævintýri, hittu fyrir bæði álfa og villiketti. Ferðin gekk í alla staði ljómandi vel og var þetta skemmtileg tilbreyting á skólastarfinu. Einnig var farið í hjólaferð í rigningunni og þokunni fyrr í vikunni og eru myndir komnar í myndasafn skólans af verkefnum og ferðum síðustu daga.

Til baka
English
Hafðu samband