Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera 6. bekkinga

23.11.2017
Morgunsamvera 6. bekkinga

Sjöttu bekkir sáu um morgunsamveru að þessu sinni. Fyrsta atriðið var heimagert myndband. Það voru átta hressir drengir sem áttu heiðurinn af því. Annað atriði var dansatriði í flutningi Sigmundar. Þriðja atriðið var söngatriði þar sem Óskar söng og spilaði á píanó lagið Let it be eftir Bítlana. Fjórða og síðasta atriðið var dansatriði í flutningi Kristínar og Ástu en þær unnu Dansfárið 2017 í sínum aldursfokki með þessu atriði. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband