Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Góður gestur í heimsókn á degi íslenskrar tungu

16.11.2017
Góður gestur í heimsókn á degi íslenskrar tungu

Áslaug Jónsdóttir rithöfundur heimsótti nemendur í 4/5 ára bekk og 1.-4. bekk í morgun. Tæplega 300 börn á aldrinum 4 til 9 ára og kennarar þeirra söfnuðust saman í hátíðarsalnum til að hitta Áslaugu og hlusta á upplestur hennar. Áslaug kynnti og las upp úr nokkrum bókum sínum og sýndi börnunum myndir upp á vegg sem hún hefur myndskreytt bækur sínar með. Áslaug fangaði vel athygli barnanna í næstum klukkustund með upplestri sínum og það er greinilegt að bækur hennar höfða vel til þessa aldurshóps. Áslaug skrifar skemmtilegar skrímslasögur í samstarfi við tvo aðra höfunda, færeyskan og sænskan en einnig hefur hún skrifað sjálf nokkrar barnasögur sem þótt hafa vinsælar fyrir yngstu kynslóðina. Myndir frá heimsókninni eru komnar í myndasafn skólans.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband