Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Quizlet.live í 7. bekk

25.01.2017
Quizlet.live í 7. bekk

Nemendur í sjöunda bekk fengu að reyna sig í Quizlet live í vikunni. Verkefnið þeirra var að para saman borgir og lönd í Evrópu. Hver nemandi var með spjald eða fartölvu því þeir þurftu að gera fært sig á milli hópa eftir því hvernig tölvan raðaði þeim í hópa. Þetta verkfæri á netinu er ótrúlega skemmtilegt og býður upp á marga möguleika fyrir bæði nemendur og kennara. Þarna geta nemendur tekið sjálfir próf og æft ákveðin atriði eftir því sem þeir þurfa, einnig er hægt að fara í leiki og leysa ýmsar þrautir. Mörg verkefni er að finna á vefnum sem aðrir hafa búið til sem má nota að vild og breyta eftir því sem hentar hverju sinni. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband