Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flataskólaleikar 2016

30.05.2016
Flataskólaleikar 2016

Flataskólaleikar voru haldnir í skólanum í morgun í blíðskaparveðri. Leikunum hafði verið frestað frá því í vikunni sem leið vegna leiðindaveðurs svo við vorum að vonum ánægð með hve veðrið lék við okkur í dag. Skólalóðinni var skipt upp í 4 svæði enda tæplega 500 börn á svæðinu. Á hverju svæði voru 9 stöðvar með ýmis konar leikjum og þrautum eins og snú snú, pókó, limbó, keila, hollýhú, kubbur, hringjakast, boccia og boðhlaup.  Var ekki annað að sjá en að öllum líkaði vel við þetta uppbrot á skólastarfinu því bæði nemendur og kennarar mættu með bros á vor til leiks. Myndir frá leikunum eru komnar í myndasafn skólans.

Flataskólaleikamyndband tekið 30. maí 2016

Til baka
English
Hafðu samband