Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lionshlaupið hjá 5. bekk

12.05.2016
Lionshlaupið hjá 5. bekk

Lionshlaup fimmtu bekkinga var hlaupið úti á íþróttavelli í morgun. Áður fengu nemendur að hlusta á fyrrverandi nemanda skólans hana Stefaníu Theódórsdóttur handboltakonu sem spjallaði við nemendur um heilbrigðan lífsstíl og mataræði. Síðan var haldið út á völl ásamt góðu stuðningsliði sem hvatti hlaupahópana áfram. Félagar frá Lions færðu vinningshöfunum verðlaunapeninga og bikar og þeim var síðan boðið í kaffi á eftir. Myndir frá hlaupinu eru komnar í myndasafn skólans og hér fyrir neðan er myndband sem sýnir hve krakkarnir voru kröftugir í hlaupinu.

Til baka
English
Hafðu samband