Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Veffundur með Selásskóla

10.05.2016
Veffundur með Selásskóla

Fimmti bekkur var á Skype veffundi með Selásskóla í dag. Nemendur í 5. bekkjum skólanna hafa verið að vinna saman eTwinning verkefni þar sem þeir lesa bókina Grimma tannlækninn eftir David Walliams og vinna verkefni í tengslum við hana. Á veffundinum í morgun kepptu þeir í Kahoot þar sem þeir glímdu við að svara spurningum úr bókinni sem þeir höfðu búið sjálfir til. Skjánum var deilt yfir til Selásskóla þannig að allir nemendur sáu sama skjáinn og spurningarnar sem birtust þar og síðan svöruðu þeir á spjaldtölvur sem hvert lið var með. Liðin voru 32 þar sem 2 til 4 nemendur voru í liði. Var ekki annað að sjá en að þetta væri skemmtilegt uppbrot á verkefnavinnunni. Á næstunni munu svo nemendur úr báðum skólanum hittast í fyrsta sinn í eigin persónu í Flataskóla. Verið er að undirbúa heimsóknina í skólanum og verður gaman að sjá hvernig til tekst. Myndir frá veffundinum eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband