Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listadagar flugdrekar

27.04.2016
Listadagar flugdrekar

Nemendur í Flataskóla tóku sig til að bjuggu til flugdreka í gær í skólanum í tilefni listadaga barna og unglinga í Garðabæ. Það var klippt, hnýtt og málað og úr urðu hin flottustu listaverk sem síðan var brugðið á loft í dag úti við Vigdísarlund. Talsverður strekkingur var þegar líða tók á daginn svo það var erfitt að ráða við flugdrekana þegar þeir fóru á loft en sumir fóru á loft og var þetta hin besta skemmtun.  En myndir frá verkefninu segja sína sögu og þær er hægt að skoða í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband