Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Veffundur hjá 5. bekk

19.04.2016
Veffundur hjá 5. bekk

Nemendur í fimmta bekk taka þátt í eTwinningverkefninu um Grimma tannlækninn en það er bók eftir David Walliams. Samstarfsskólinn er Selásskóli og það er fimmti bekkur með þrjátíu fimmtu bekkingum og kennararnir Edda og Hlíf sem vinna þetta verkefni með okkur. Í morgun hittum við þá á veffundi þar sem við spjölluðum saman um skólana okkar og þeir röppuðu fyrir okkur um efni úr bókinni. Okkar nemendur sungu Flataskólasönginn. Eftir smá erfiðleika með tenginguna tókst okkur að eiga smá samskipti og kynnast en hægt er að lesa frekar um verkefnið hér á heimasíðunni okkar. Í lok vorannar ætlum við að hittast og leika okkur saman á einhverjum góðum stað sem enn á eftir að ákveða hvar verður.   Myndir eru á myndasafni skólans.

Hér fyrir neðan er smámyndbrot af því sem fram fór á veffundinum í dag.

Til baka
English
Hafðu samband