Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skíðaferð - fyrri hópur

17.04.2016
Skíðaferð - fyrri hópur

Síðast liðinn föstudag tókst loks að fara á skíði með helming nemenda í skólanum en búið var að fresta ferð í fjöllin tvisvar sinnum áður. Að þessu sinni fóru nemendur í 1., 3. og 5. bekk í fimm rútum upp í Bláfjöll í yndislegu veðri og áttu þeir notalega stund við að renna sér á sleðum, brettum og skíðum. Nokkrir nemendur fengu skíðakennslu og voru fljótir að ná tökum á íþróttinni. Fóru þeir ótal ferðir upp og niður brekkurnar bæði á "færibandinu" og í barnalyftunni. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband