Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera hjá 2. bekk

14.04.2016
Morgunsamvera hjá 2. bekk

Nemendur í öðrum bekk sáu um morgunsamveru í gærmorgun. Það voru sagðir brandarar og lagðar fyrir gátur, nokkrar dömur sýndu dans við lagið hennar Glowie "No more". Þá spiluðu tveir nemendur á píanó og meðal annars lagið "Góða mamma gefðu mér" þar sem annar söng með. Að lokum dönsuðu nemendur í 2. bekk upp á sviðinu og sett var á myndband svo nemendur í salnum gætu dansað með. Nemendur voru búnir að æfa sig í að koma fram og tala í hljóðnemann undanfarna daga og allir komu fram með glæsibrag. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband