Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólamarkaður

10.12.2015
Jólamarkaður

Jólamarkaður var haldinn í hátíðarsal skólans í morgun. Þar voru seldir munir sem nemendur og kennarar höfðu búið til síðustu tvo daga. Margir voru farnir að bíða við dyrnar eftir að það yrði opnað. Búið var að setja upp tíu söluborð í salnum og var salan í umsjón sjöundu bekkinga. Allt fór þetta vel fram og mikil stemning var í salnum fram eftir morgni og fljótlega seldist nánast allt upp en markaðnum lauk formlega klukkan 11. Ágóðinn mun fara til Rauða krossins. Myndir frá viðburðinum eru komnar í myndasafn skólans.

 

Jólamarkaður 2015 í Flataskóla from Kolbrún Hjaltadóttir on Vimeo.

Til baka
English
Hafðu samband