Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera 3. bekkja

07.10.2015
Morgunsamvera 3. bekkja

Nemendur í 3. bekk sáu um samveruna í morgun í hátíðarsal skólans. Fluttu þeir af miklum myndarleik skemmtiatriði sem þeir höfðu valið og undirbúið alfarið sjálfir. Þarna gat að líta dans, fimleika, uppistand, tískusýning, einhver sagði brandara og aðrir voru með gátur fyrir áhorfendur sem tóku vel undir  og reyndu að finna lausnirnar. Fór þetta vel fram og margir foreldrar litu við á leið í vinnuna.

Myndir eru komnar í myndasafn skólans og hér fyrir neðan er smásýnishorn af því sem fram fór í morgun í salnum.

Til baka
English
Hafðu samband