Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leikskólabörn heimsækja 1. bekk

02.12.2014
Leikskólabörn heimsækja 1. bekk

Í morgun komu um það 30 leikskólabörn í heimsókn til fyrstu bekkinganna okkar. Þau voru frá leikskólunum Bæjarbóli og Kirkjubóli. Þar sem veður var frekar óhagstætt dvöldu börnin inni með okkar nemendum og dunduðu sér í leik og við föndur. Milli 70 og 80 börn undu sér saman í góðu yfirlæti með kennurum sínum góða stund um morguninn áður en þau fóru aftur heim í sína skóla. Myndir frá heimsókninni er á finna í myndasafni skólans.

    

Til baka
English
Hafðu samband