Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit hjá 7. bekk

06.06.2014
Skólaslit hjá 7. bekk

Í gær voru nemendur í 7. bekk kvaddir við hátíðlega athöfn í hátíðarsal skólans. Að venju kvaddi skólastjórinn nemendur með hvatningarorðum um að halda áfram á sömu braut og þeir hafa verið á hjá okkur. Þessi hópur er einstaklega ljúfur og efnilegur og það hafa verið forréttindi að fá að hafa þá hjá okkur þessi 7 ár sem flestir þeirra hafa verið hér í skólanum. Úrslit voru tilkynnt í ljóðakeppninni en þrír hlutu viðurkenningar fyrir ljóð sín og fluttu þeir þau fyrir gestina. Nemendur fluttu einnig kveðjuræðu og skemmtiatriði og fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur. Veitt voru verðlaun fyrir góðan árangur í flestum fögum, fyrir mestu framför í námi, hjálpsemi og ljúfmennsku. Eftir athöfnina áttu nemendur, kennarar og foreldrar góða stund saman yfir glæsilegu hlaðborði sem foreldrar lögðu sameiginlega til. Myndir frá skólaslitum 7. bekkja eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband