Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5 ára deildin

21.09.2012
5 ára deildinFyrstu dagarnir hjá krökkunum í 5 ára bekk hafa gengið ótrúlega vel. Allir hafa verið kátir og glaðir og eru að kynnast hverjir öðrum þó erfitt geti verið að muna öll nöfnin.
Síðustu dagar hafa einkennst af leik og útiveru og því verður haldið eitthvað áfram. Við erum einnig á kafi við að gera stofuna okkar fína og búa til verslun og heimiliskrók í stofunni við hliðina á okkar.
Í síðustu viku fóru krakkarnir í fyrstu tónmennta- og íþróttatímana og stóðu þeir sig alveg ótrúlega vel og voru kennararnir þeir Jón Bjarni tónmenntakennari og Hannes íþróttakennari mjög ánægðir með hópinn.
Á mánudaginn var farið í heimsókn á bókasafnið til Sólveigar þar sem allir fengu að velja sér eina bók til að taka með sér heim. Bækurnar fá þau að láni í eina viku og seinna í vetur munu þau aftur fá bækur að láni á safninu. Nú er hafin ný og spennandi vika þar sem hvatningarverkefnið "Göngum í skólann" hefst á miðvikudaginn en bekkjarmyndataka verður á fimmtudag.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband