Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

COMENIUS - Vængjaðir vinir

25.10.2009
COMENIUS - Vængjaðir vinir

Dagana 10. -14. október fóru þrír starfsmenn Flataskóla, Hjördís Ástráðsdóttir, Margrét Ásdís Haraldsdóttir og Kolbrún Hjaltadóttir í skólaheimsókn til Dartford í Bretlandi. Heimsóknin er liður í samevrópska skólasamstarfsverkefninu "Vængjuðum vinum"
sem nemendur og starfsfólk Flataskóla tekur þátt í. Fuglar, listir og náttúra eru meginþættir COMENIUSAR-verkefnis Flataskóla, leikskólans Bakka, skóla frá Bretlandi, Ítalíu og Spáni. Þátttakendur í verkefninu læra fuglalög á frummáli þátttökulanda og kynnast grenndarfuglum hvers skóla fyrir sig. Jafnframt kynnast nemendur fuglum í þjóðkvæðum, þjóðsögum, og þjóðlögum. Verkefnisheimsóknir eru farnar á milli þátttökulanda þar sem skólar og menningarstofnanir eru sóttar heim. Þrír starfsmenn Flataskóla fara í hverja ferð og nýtur skólinn til þess sérstaks COMENIUSAR-styrks. Meginþungi verkefnisins er á nemendur í 1. – 4. bekk og alla þá kennara og starfsmenn sem að þeim árgöngum koma. Listgreinakennarar taka eldri nemendur á flug í verkefninu eða allt upp í 7. bekk. COMENIUSAR-torg er í anddyri Flataskóla. Þar er að finna svokallað COMENIUSAR-tré. Á greinum þess hvíla fuglar sem nemendur hafa unnið hjá listgreinakennurum. Tréð er lærdómstré og griðarstaður fugla. Hrafninn sem er nýútnefndur skólafugl Flataskóla fær þar heiðurssess. Á torginu er jafnframt að finna atburðaalmanak verkefnisins. Myndband með Krummavísum var framlag Flataskóla til fuglasöngva verkefnisins. Krummavísurnar voru fluttar af 120 nemendum og 20 manna hljómsveit. Allir nemendur voru skreyttir krummagrímum Messíönu Tómasdóttur úr barnaóperunni Undir drekavæng.


 

Til baka
English
Hafðu samband