Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

GJALDSKRÁ FYRIR TÓMSTUNDAHEIMILI


Garðabær starfrækir tómstundaheimili við Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandskóla og Álftanesskóla.   
Í tómstundaheimilum skólanna gefst nemendum skólanna kostur á að taka þátt í ýmis konar leik og starfi  
Gjald fyrir dægradvöl í tómstundaheimili skal miðast við eftirfarandi sjö flokka.      

  •   1-10 klst./mán.   kr.   3.160
  • 11-20 klst./mán.   kr.   6.320
  • 21-30 klst./mán.   kr.   9.480
  • 31-40 klst./mán.   kr. 12.640
  • 41-50 klst./mán.   kr. 15.800
  • 51-60 klst./mán.   kr. 18.960  
  • 61-70 klst./mán    kr. 22.120  
  • 71-80 klst./mán    kr. 25.280  


Gjald vegna aðstoðar við heimanám skal vera kr.  450 fyrir hverja klukkustund.

Foreldrar sem eiga börn sem eru í dvöl á leikskóla, í tómstundaheimili eða hjá dagforeldrum eiga rétt á systkinaafslætti fyrir eldra/elsta barnið.

Systkinaafsláttur er 50% af grunngjaldi fyrir barn umfram eitt og 75% af grunngjaldi fyrir barn umfram tvö.


Gjaldskrá þessi skal gilda frá 1. janúar 2015.   
Samþykkt í bæjarstjórn Garðabæjar 4. desember 2014  
Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari

 

 

Allar breytingar á viðveru barnanna þarf að tilkynna fyrir 20. hvers mánaðar.
Greiða þarf mánuð fyrirfram

English
Hafðu samband