Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sálfræðiþjónusta 

Starfssvið skólasálfræðings felst í sálfræðilegri greiningu á vanda nemenda og ráðgjöf við honum. Skóla-sálfræðingur sér um greiningu á vanda nemenda í námi eða á líðan þeirra og ráðgjöf til nemenda, foreldra og starfsmanna skólans vegna náms- eða tilfinningavanda nemanda. Skólasálfræðingur veitir ekki meðferð við vandanum. 

Starfsmenn skóla og foreldrar geta óskað eftir þjónustu skólasálfræðings. Skólasálfræðingur situr í nemenda-verndarráði skólans og hefur upplýsingaskyldu gagnvart því.

Skólasálfræðingur Flataskóla er Guðrún Kristófersdóttir. Viðtalstími er eftir samkomulagi bæði í skóla og á skólaskrifstofu Garðabæjar.

Til baka

English
Hafðu samband