Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sérfræðiþjónusta skóla er starfrækt samkvæmt grunnskólalögum nr.66/1995 og starfar samkvæmt reglugerð nr. 386/1996.

Sérfræðiþjónustu skóla er ætlað að stuðla að því að kennslufræðileg og sálfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi.  Kennurum og skólastjórnendum skal standa til boða ráðgjöf og stuðningur sérfræðiþjónustu vegna almenns skólastarfs og einnig vegna nýbreytni- og þróunarstarfa.  Sérfræðiþjónustan skal gefa forráðamönnum kost á leiðbeiningum um uppeldi nemenda eftir því sem aðstæður leyfa.  Þá skulu þeir sinna forvarnarstarfi með athugunum og greiningum á nemendum sem eiga í námserfiðleikum eða sálrænum og félagslegum erfiðleikum hafi þessir erfiðleikar áhrif á nám nemenda og gera tillögur um úrbætur.  Foreldrar/forráðmenn nemenda geta komið með  ósk um slíka athugun.  Starfsmenn skóla og heilsugæslu geta einnig lagt fram ósk um slíka athugun að fengnu samþykki foreldra/forráðamanna.

Starfsmenn sérfræðiþjónustu skóla,sálfræðingur og talmeinafræðingur sem eru starfsmenn Fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar en hafa starfsaðstöðu í skólanum og veita þar sína ráðgjöf og þjónustu.

Talmeinafræðingur

Sálfræðiþjónusta

English
Hafðu samband