Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ef ljóst er að einelti hefur átt sér stað þarf að skipuleggja einstaklingsbundin viðtöl við þolanda, geranda og forráðamenn (5. gr. um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum).

Í öllum tilvikum er geranda gefin skýr skilaboð um að einelti sé ekki liðið og að skólinn muni með öllum ráðum leitast við að eineltinu ljúki.

Vinnulag í eineltismálum

 • Samstarf við forráðamenn (5. og 7. gr.)
 • Almennt eru umsjónarkennari eða staðgengill hans (7. gr.) og aðili úr eineltisteymi skólans saman í viðtölum við bæði þolanda og geranda.
 • Skólinn veitir viðeigandi stuðning við þolanda og geranda þar til máli lýkur.
 • Gerð er áætlun um eftirfylgd.
 • Þar sem það á við skal halda reglulega bekkjarfundi til að styrkja samskipti innan hópsins.
 • Upplýsa skólasamfélagið.
 • Ef um alvarlegt ofbeldi er að ræða er það tilkynnt til nemendaverndarráðs, Fjölskyldusviðs Garðabæjar, heilsugæslu eða lögreglu. Skóli gæti þurft að vísa geranda tímabundið úr skóla (12. og 15. gr.).
 • Eineltismálum er lokið í samráði við forráðamenn með skriflegum hætti.

Einelti heldur áfram                                                                                                                     

Ef aðgerðir bera ekki árangur þarf að fylgja málinu frekar eftir:

 • Frekari samvinnu og samráð við forráðamenn þolanda og geranda
 • Meira eftirlit, viðurlög
 • Vísa máli til nemendaverndarráðs sem kemur því í viðeigandi farveg
 • Brjóta upp gerendahóp
 • Einstaklingsmiðaða atferlismótun
 • Ráðgjöf hjá sálfræðingi/öðrum sérfræðingum
 • Tilkynning til Fjölskyldusviðs Garðabæjar
 • Tilkynning til lögreglu
 • Náist ekki sátt innan sveitarfélagsins má vísa málinu til fagráðs sem starfar á ábyrgð Mennta- og menningarmálaráðuneytisins (7. gr.)


Öll eineltismál, hvort sem um grun eða staðfestingu er að ræða, eru skráð á sérstakt eyðublað. Skráningin er liður í að hafa yfirsýn yfir eðli og umfang eineltismála í skólanum. Mikilvægt er að ljúka vinnu allra mála í samráði við forráðamenn með skriflegum hætti.

 

 

English
Hafðu samband