Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

     

  

Í Flataskóla eru unnin mörg samskiptaverkefni sem tengjast við skóla í mörgum Evrópulöndum. Flest þeirra eru unnin sem rafræn verkefni þar sem tölvutæknin er notuð til samskiptanna. Mörg þeirra eru styrkt af Evrópusambandinu og hefur starfsfólk skólans þannig fengið mörg tækifæri til að takast á hendur ferðir til að heimsækja skóla þátttökulandanna og þannig kynnst ennfrekar menningu og starfsháttum samstarfsskólanna.  Hefur þetta aukið enn á góðan og skemmtilegan anda sem ríkir meðal starfsfólks og nemenda skólans. Ennfremur hafa samskiptaverkefnin aukið víðsýni  og breytt starfsháttum að sumu leyti í skólanum. 

Verkefnin eru tengd eTwinning, Nordplus og Comeníus áætlunum hjá Landsskrifstofunni.

 

Flataskóli er eTwinningskóli 2018-2020.

English
Hafðu samband