Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

     

Í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, stefndi Flataskóli að því að verða einn af fyrstu réttindaskólum á Íslandi. Sá áfangi náðist í nóvember 2017 og uppfyllir enn skilyrðin 2019. Réttindaskólar eru alþjóðlegt vottunarverkefni sem hefur borið mikinn árangur meðal annars. í Bretlandi og Kanada. Verkefnið felst í að fræða börn um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem tekur á öllum þeim réttindum sem börn öðlast við fæðingu og hafa til átján ára aldurs. Réttindaskólaverkefnið skapar ramma utan um þau markmið sem koma fram í aðalnámskrá grunnskóla, grunnskólalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, jafnrétti og lýðræði. 

Eitt af meginhlutverkum grunnskólans í samvinnu við heimilin er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Hlutverkið er í sífelldri þróun. Markmiðið er að byggja upp lýðræðislegt námsumhverfi, auka þekkingu á mannréttindum og stuðla að gagnkvæmri virðingu innan skólasamfélagsins. Þátttökuskólar leggja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til grundvallar öllu starfi sínu.

Heimasíða Réttindaskóla UNICEF

 

   
English
Hafðu samband