Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þjónusta

Sjálfstæðir og ábyrgir nemendur

Nemendur sem geta haldið utan um námið sitt, hlutina sína og unnið eftir fyrirmælum. Nemendur sem hafa frumkvæði og taka ábyrgð á sér og gjörðum sínum.

Nemendur með góða samskipta- og félagsfærni

Nemendur sem geta unnið í hópi og fylgt leikreglum, geta virt skoðanir annarra og sett sig í spor þeirra. 

Upplýstir nemendur

Nemendur sem geta lesið í umhverfi sitt og eru færir um að afla sér upplýsinga og gagna sem nýtast þeim í skólastarfinu.

Nemendur ná árangri

Nemendur sem sýna framfarir í námi og ná þeim menntunarmarkmiðum sem sett eru.

Ánægðir nemendur

Nemendur sem eru jákvæðir, glaðir, líður vel og eru virkir í skólastarfi. 

Ánægðir, ábyrgir og áhugasamir foreldrar

Foreldrar sem eru áhugasamir um menntun barna sinna, taka þátt í skólastarfinu og álíta samvinnu heimils og skóla sem eðlilegan þátt í lífi fjölskyldunnar. Foreldrar sem aðstoða börn sín við að sinna skyldum sínum.

Góð tengsl við hagsmunaaðila í Garðabæ

Flataskóli er í góðu samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og félög bæjarins.

Til baka

English
Hafðu samband