Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gildi

Flataskóli hefur sett sér gildin menntun, árangur og ánægju í skólastarfinu.
 

Menntun

Flataskóli er menntastofnun þar sem lögð er áhersla á að efla sjálfstæði nemenda í námi og vinnubrögðum, örva sköpunargleði þeirra og auka siðferðis– og félagsþroska þeirra.
 

Árangur

Í Flataskóla er lögð áhersla á að nemendur og starfsmenn sýni metnað og framfarir við vinnu sína og temji sér aga í leik og starfi. Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn taki ábyrgð á námi barna sinna með starfsfólki Flataskóla.
 

Ánægja

Í Flataskóla er lögð áhersla á að nemendur, starfsmenn og foreldrar séu ánægðir með skólastarfið. Áhersla er lögð á að skapa andrúmsloft sem einkennist af vellíðan, efli jákvæðni í skólasamfélaginu og styrki sjálfstraust nemenda og starfsmanna skólans. Með því að stuðla að ánægju nemenda í náminu er vakinn áhugi á áframhaldandi menntun. 

Til baka  

 

English
Hafðu samband