Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Símenntun

Símenntun starfsfólks má skipta í tvo meginþætti. Þætti sem eru nauðsynlegir fyrir skólann annars vegar og hins vegar þætti sem starfsfólk metur æskilega eða nauðsynlega fyrir sig. Skólastjóri ákvarðar almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans, áhersluatriðum næsta vetrar og/eða þróunarvinnu á grundvelli sjálfsmats skóla. Starfsfólki ber að gera skólastjóra grein fyrir þeim þáttum í sí- og endurmenntun sem þeir hafa áhuga á að sinna til að halda sér við í starfi eða bæta við nýrri þekkingu sem nýtist í starfi. Starfsfólki er skylt að fara á námskeið sem þeim er ætlað að fara á samkvæmt símenntunaráætlun skóla, enda séu þau starfsfólki að kostnaðarlausu.

Símenntunaráætlun eða áætlun um starfsþróun fyrir skólaárið tekur mið af því að uppfylla ákvæði um 102/126/150 stundir í endur- og símenntun kennara. Áætlunin er annars vegar samansett af námskeiðum sem skólinn eða skólaskrifstofa stendur fyrir og miðast við að allir eða ákveðnir hópar kennara og starfsmanna taki þátt. Hins vegar er um að ræða endur- og símenntun sem kennarar og starfsmenn velja sjálfir.

Allir kennarar gera eigin starfsþróunaráætlun að hausti og bera undir stjórnendur til samþykktar. Kennarar hitta stjórnendur aftur að vori og fara yfir hvernig til tókst og skila inn yfirliti yfir símenntun sína.

Skilgreining á endur- og símenntun er eftirfarandi: 
Námskeið á vegum skólans eða skóladeildar – greitt af sveitarfélagi. 
Námskeið sem kennarar velja sjálfir og greiða úr Starfsmenntunarsjóði. 
Sjálfsnám. 
Námsefnisgerð. 
Kennsla á námskeiðum. 
Námskeið á kennslutíma teljast ekki hluti af ofangreindum stundum. 

Til baka

 

English
Hafðu samband