Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stuðningsfulltrúar

Er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.  Starfið tekur mið af þar til gerðri áætlun sem hefur það að markmiði að draga smám saman úr þörf nemenda á stuðningi í þeim tilfellum sem það er hægt. Yfirmaður stuðningsfulltrúa er skólastjóri en dagleg verkstjórn er í höndum deildarstjóra sérkennslu og kennara.

Helstu verkefni stuðningsfulltrúa eru:
Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi.
Vinnur eftir áætlun sem sérkennari eða umsjónarkennari hefur útbúið. 
Aðstoðar nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt aðalnámskrá og einstaklingsnámskrá undir                leiðsögn sérkennara.
Aðlagar verkefni að getu nemandans samkvæmt leiðbeiningu kennara.
Ýtir undir færni og sjálfstæði nemenda í námi og daglegum athöfnum, t.d. með því að hvetja þá til að gera                sem mest sjálfa og hrósa þeim fyrir viðleitni í þá átt.
Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð.
Styrkir jákvæða hegðun nemenda samkvæmt umbunakerfi og vinnur gegn neikvæðri hegðun, t.d. með                      áminningum og með því að fylgja nemendum tímabundið afsíðis.
Fylgist með og leiðbeinir nemendum um rétta líkamsbeitingu, notkun skriffæra o.fl.
Aðstoðar nemendur við að klæðast, matast og aðrar athafnir daglegs lífs ef þeir eru ófærir um það sjálfir.
Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu.
Fylgir nemendum í ferðum þeirra um skólann, í frímínútum og vettvangsferðum og aðstoðar þá eftir þörfum.
Situr foreldrafundi eftir því sem við á.
Getur eftir aðstæðum einnig sinnt öðrum nemendum í bekknum, m.a. til að kennari geti sinnt nemanda með          séraðstoð og til að draga úr sérstöðu nemenda með sérþarfir.
Annast þau störf sem honum kunna að vera falin af yfirmanni og falla undir eðlilegt starfssvið hans.

Skólaliðar

Skólaliði sjá um þrif á skólanum, tekur þátt í uppeldisstörfum skólans og sinnir öðrum störfum sem fram fara í skólanum. Megináhersla er lögð á velferð og vellíðan nemenda. Skólaliðar hafa trúnaðarskyldur gagnvart skólanum og þagnarskyldu gagnvart öllum persónulegum upplýsingum sem þeir fá með störfum sínum.

 Helstu verkefni skólaliða:
Aðstoðar nemendur í leik og starfi, leiðbeinir þeim í samskiptum við aðra nemendur og starfsfólk. Reynir að            sætta deilur og gætir þess að skólareglur séu virtar.
Aðstoðar nemendur í hléum milli kennslustunda bæði úti og inni, aðstoðar þá á göngum og ef með þarf að               ganga frá fatnaði sínum.
Fylgir nemendum á milli kennslusvæða.
Veitir fyrstu hjálp ef slys ber að höndum.
Fer í ferðalög með nemendum þegar við á sem gæslumaður ásamt með kennara.
Tekur þátt í matargerð og afgreiðslu matvæla í skólanum.
Sér um daglega ræstingu og heldur húsnæði og lóð skólans hreinni og snyrtilegri samkvæmt nánara                          vinnuskipulagi skólans.
Aðstoðar á bókasafni, á skrifstofu skólans og annars staðar.
Aðstoðar við tilfærslu á húsgögnum, tækjum og fleiru.
Svarar fyrirspurnum um týndan fatnað, muni eða annað sem fellur undir störf skólaliða.
Sinnir einnig öðrum verkefnum sem skólastjóri eða aðrir stjórnendur skólans fela honum og fallið geta að                ofangreindum markmiðum. 

Umsjónarmaður tómstundaheimilis

Sér um skipulag og umsjón með daglegum rekstri tómstundaheimilis.
Samræmir störf tómstundaheimilis við skólanámskrá og skóladagatal.
Hefur umsjón með innritun nemenda og skil á nemendaskrám til innheimtufulltrúa bæjarins.
Sér um áætlanagerð um ýmsa rekstrarþætti, gerð nauðsynlegra úttekta og gerð fjárhagsáætlunar fyrir                      tómstundaheimili.
Sér um samvinnu við skóla, félög og einstaklinga sem hafa tómstundastarf á stefnuskrá.
Sér um öflun og miðlun upplýsinga.
Annast skýrslugerð.
Sinnir öðrum verkefnum sem starfsmanni eru falin og falla undir starfsemi tómstundaheimilis.

Skólaritari

Stýrir daglegum rekstri á skrifstofu skólans. Starfar undir stjórn skólastjóra.
Er upplýsingafulltrúi skólans. Sér um símsvörun.
Hefur umsjón með tilkynningum og bréfum til nemenda, foreldra og starfsmanna.
Hefur umsjón með Mentor sem er forrit fyrir upplýsingar um skólahaldið.
Sér um skráningu og innritun nemenda.
Gengur frá gögnum um nemendur sem flytjast í aðra skóla.
Kannar orsakir ef nemendur mæta ekki í skóla á réttum tíma.
Sér um upplýsingamöppur eins og bekkjalista, stundaskrár og annað sem starfsmenn þurfa að hafa aðgang              að og uppfærir gögnin reglulega. 
Sér um skjalavörslu, þ.m.t. flokkun og varðveislu skjala.
Sér um lokafrágang á stundaskrám.
Sér um ljósritun og fjölföldun á prófum og fréttabréfum skólans.
Hefur umsjón með tækjum á skrifstofu og er tengiliður skólans við þjónustuaðila, t.d. vegna ljósritunarvéla og          annars búnaðar.
Sér um innkaup á rekstrarvörum fyrir starfsmenn og skrifstofu skólans.
Sér um bókhald fyrir sérsjóði skólans og ber ábyrgð á þeim gagnvart skólastjóra.
Er handhafi beiðnabókar og gefur út beiðnir fyrir starfsmenn í samráði við skólastjóra og aðstoðarskólastjóra.
Hefur umsjón með starfsmannaskrá.
Hefur umsjón með innheimtu.
Sér um rútupantanir.
Önnur verkefni í samráði við skólastjóra.

Húsvörður

Hefur eftirlit með húsnæði, húsgögnum, áhöldum og tækjum skólans.
Sér um eftirlit með skólalóð, leiktækjum, tröppum, inngöngum og hefur umsjón með sand- og saltdreifingu í            hálku og snjómokstur.
Hefur daglega verkstjórn yfir skólaliðum í ræstingum og skipuleggur störf þeirra.  
Hefur umsjón með og innkaupum á lager vegna ræstinga skólans.
Sér um þvott á þveglum og klútum fyrir ræstingar og á hlífðarsvuntum og tuskum fyrir myndmenntakennslu.
Tekur starfsmannasamtöl við skólaliða.
Sér um vikulegt eftirlit með hreinsibúnaði í stofum, á salernum og losun á kössum með  endurvinnslupappír.
Sinnir innkaupum fyrir skólann.
Fer í sendiferðir á bæjarskrifstofu, pósthús og vegna námsgagna og viðgerða á tækjum.
Sér um flutning á flygli og uppröðun og frágang stóla í sal í tengslum við samkomur og fundi nemenda,                    kennara og foreldra.
Sér um innkaup á ýmsum hlutum er snerta starfsemi skólans, m.a. vegna bókasafns, þemadaga, jólaföndurs,          tækja og áhalda, húsgagna og allar almennar rekstrarvörur.
Er tengiliður skólans við tæknideild og/eða iðnaðarmenn vegna viðhalds skólans.
Annast önnur verkefni í samráði við skólastjóra.

 
Til baka
 
English
Hafðu samband