Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni

Kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni hefur umsjón með uppbyggingu og þróun tölvu- og upplýsingatækni í skólanum. Hann starfar náið með skólastjórnendum, kennurum og tölvudeild Garðabæjar. Helstu störf kennsluráðgjafa eru eftirtalin:

Fylgist með þróun kennsluhugbúnaðar, sérstaklega með tilliti til hvernig tölvu- og upplýsingatækni getur haft          áhrif á kennsluaðferðir og innihald kennslu í hinum ýmsu greinum skólans og daglegum störfum.
Leitast við að efla tölvu- og upplýsingatækni í almennu skólastarfi með ráðgjöf við gerð skólanámskrár og                skipulag á kennsluáætlunum.
Skilgreinir í samvinnu við tölvuumsjónarmann svo sem þörf fyrir vél og hugbúnað, viðhald, uppsetningu og              uppfærslu á neti og vinnustöðvum, endurmenntun kennara og kennsluefni.
Hefur umsjón með heimasíðu skólans.
Kynnir fyrir starfsfólki skólans og foreldrum þróun á þessu sviði með stuttum námskeiðum, fundum og                    fréttabréfum.
Vinnur með öllu starfsfólki skólans og foreldrum með þeim hætti að tölvu- og upplýsingatækni gagnist sem              best jafnt nemendum sem starfsfólki í skólastarfinu.
Kennsluráðgjafar grunnskóla Garðabæjar hafa samstarf sín á milli um tölvu- og upplýsingatækni í skólastarfi.
Að öðru leyti annast hann þau verkefni sem yfirmaður felur honum enda tengjast þau verksviði hans.

Náms- og starfsráðgjafi

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda og vera talsmaður þeirra.  Hann leitar einnig lausna í málum nemenda og gætir þess að þeir búi við réttlæti og jafnrétti innan skólans.  Yfirmaður hans er skólastjóri og aðstoðarskólastjóri sem staðgengill hans.    

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa:
Veitir ráðgjöf um vinnubrögð og námsaðferðir nemenda. 
Veitir nemendum persónulegan og félagslegan stuðning ásamt því að veita foreldrum ráðgjöf. 
Er ráðgefandi og til aðstoðar í eineltis- og forvarnarmálum.  
Kemur að móttöku nýrra nemenda í skólann ásamt því að vinna að flutningi nemenda í 8. bekk.
Situr í nemendaverndarráði, áfallaráði og eineltisteymi skólans.  
Býður upp á ýmiss námskeið, t.d. tengd prófkvíða, námstækni og sjálfstyrkingu.  
Er skólastjórnendum og kennurum til ráðgjafar og aðstoðar í tengslum við fjölþættan vanda nemenda.  
Framkvæmir ýmsar kannanir sem þörf er á í þágu nemenda.  
Skipuleggur fræðslu og kynningar fyrir starfsfólk, nemendur og foreldra þeirra.  
Sinnir öðrum störfum sem skólastjóri kann að fela honum.

Þroskaþjálfi

Gerir einstaklingsáætlun í samráði við umsjónarkennara, sérkennara, foreldra og aðra eftir því sem við á. 
Sér um færni og þroskamat.
Skipuleggur þjálfunaraðstæður, velur og semur þjálfunar- og námsgögn eftir settum markmiðum.  
Metur árangur og endurskoðar markmið í samstarfi við samstarfsaðila.  
Skilar skriflega niðurstöðum til næsta yfirmanns og foreldra.
Tekur þátt í kennara- og starfsmannafundum.
Veitir foreldrum nemenda sinna ráðgjöf og leiðbeiningar. 
Annast  upplýsingagjöf og upplýsingaöflun vegna sérþarfa nemenda sinna.
Miðlar sérþekkingu til kennara, annarra starfsmanna skólans og foreldra.  
Ber, ásamt deildarstjóra sérkennslu, ábyrgð á upplýsingagjöf og upplýsingaöflun vegna flutninga nemenda              milli skóla.
Ber ábyrgð á reglulegu sambandi við umsjónarkennara viðkomandi bekkja.
Ber ábyrgð á að trúnaðargögn nemenda hans berist til deildarstjóra sérkennslu til varðveislu.
Vinnur önnur þau verkefni sem skólastjóri felur honum og eðlilegt getur talist að rúmist innan verksviðs                    hans. 
 
Til baka
English
Hafðu samband