Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samstarf heimila og skóla

Árangursríkt skólastarf  byggir á góðri samvinnu og gagnkvæmu trausti heimilis og skóla og er mikilvægur þáttur í skólastarfinu. Rannsóknir sýna að nemendur sem alast upp við jákvætt viðhorf heimilisins til skólans standa sig yfirleitt betur í námi og fara út í lífið með jákvæðari viðhorf til tilverunnar en þeir sem búa við neikvætt viðhorf til skólans.

Þátttaka foreldra í skólastarfinu

Í Flataskóla höfum við sett okkur það markmið að nýta krafta og þekkingu foreldra til þess að efla skólastarfið. Velferð barna og farsæl námsframvinda byggist ekki síst á því að foreldrar styðji við skólagöngu barna sinna, sýni viðfangsefnum þeirra áhuga og hvetji þau til dáða. Það auðveldar þeim að mynda sér skoðanir um skólastarfið og að viðra þær beint við starfsfólk skólans. 

 Gagnkvæm upplýsingagjöf

Liður í því hlutverk foreldra er að gæta hagsmuna barna sinna er að eiga gott samstarf við skólann, veita honum viðeigandi upplýsingar, taka þátt í námi barna sinna og foreldrastarfi frá upphafi til loka grunnskóla. Upplýsingagjöf og samráð milli heimila og skóla um nám og kennslu er mikilvæg forsenda fyrir árangursríku skólastarfi. Þetta samstarf þarf að rækta. Foreldrar geta því haft samband við kennara og skólastjórnendur hvenær sem þeir þurfa og getur skólinn getur einnig haft samband að fyrra bragði. 

Flataskóli gerir ýmislegt til að greiða aðgang foreldra að skólastarfinu.  Foreldrar geta haft samband við skólann, t.d. sent póst á skrifstofuna og skilið eftir skilaboð til stjórnenda, kennara eða annars starfsfólks sem svara erindinu við fyrsta tækifæri. 

Mentor er samskiptaforrit sem tryggir aðgang foreldra að dagbók og skólasókn barnanna. Í Mentor eru einnig stundaskrár og áætlanir um heimanám. Vikulega senda umsjónarkennarar póst til foreldra með helstu upplýsingum um það sem er á döfinni. Ferilmappa er send reglulega heim með námsmati, sjálfsmati, jafningja-mati og verkefnum sem er ætlað að varpa ljósi á námsferil til upplýsingar fyrir bæði nemendur og forráðamenn.

Nemendum ásamt foreldrum er boðið tvisvar til þrisvar á ári til samtals við umsjónarkennara. Opnir fundir með skólastjóra eru haldnir einu sinni á ári og býðst þá forráðamönnum að koma og ræða almenn málefni skólans.

Foreldrafélag er starfrækt við skólann og stendur það fyrir ýmsum viðburðum. Bekkjarfulltrúar foreldra eru kosnir að hausti og sjá þeir um uppákomur tengdar ákveðnum árgöngum.


Til baka  
English
Hafðu samband