Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Markmið náms

Við skipulag kennslu er haft að leiðarljósi að kenna nemendum að tileinka sér þekkingu, leikni og jákvætt viðhorf svo þeir fái þá menntun sem stefnt er að. Lögð er áhersla á að koma til móts við nemendur á forsendum hvers og eins. Reynt er að velja hæfilega krefjandi viðfangsefni og verkefni til að allir nemendur geti náð hámarksnámsárangri. Lögð er áhersla á að flétta grunnþætti menntastefnu aðalnámskrár grunnskóla inn í skólastarfið, þ.e. læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi; jafnrétti, heilbrigði og velferð; og sköpun. Markviss áhersla er lögð á samvinnu nemenda. Viðfangsefnin og markmið þeirra eru útskýrð fyrir nemendum og þeim er leiðbeint hvernig þeir ná markmiðunum. Á grundvelli gilda Flataskóla sköpum við hvetjandi námsumhverfi með fjölbreyttum náms- og kennsluaðferðum. 

Námsáætlanir

Kennsluaðferðir

Lestrarstefna Flataskóla

 

Til baka 

English
Hafðu samband