Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jafnrétti

Öll viðfangsefni skólastarfs eiga að grundvallast á jafnræði og jafnrétti. Efla þarf skilning nemenda á stöðu kynjanna í nútíma þjóðfélagi og búa bæði kynin jafnt undir virka þátttöku í samfélaginu, hvort heldur sem er í einkalífi, fjölskyldulífi eða atvinnulífi. Jafnréttismenntun vísar til inntaks kennslu, kennsluhátta og námsumhverfis þar sem áhersla er lögð á umburðarlyndi og víðsýni gagnvart ólíkri menningu, þjóðerni, trúarbrögðum, lífsskoðunum, kynhneigð og fötlun.

Í  skólastarfi Flataskóla er leitast við að vinna markvisst með jafnrétti, meðal annars í lífsleiknitímum og þess gætt að allir nemendur hafi jöfn tækifæri til náms, þroska og þátttöku í félagslífi eins og kemur fram í jafnréttisáætlun Flataskóla. Áhersla er lögð á að kynna nemendum málefni ýmissa þjóðfélagshópa og hvatt er til jákvæðni og umburðarlyndis gagnvart fjölbreytileika mannlífsins.   

 Til baka   
English
Hafðu samband