Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Myndbönd

2014-2015

 eTwinningverkefnið "Dagur í leikskólanum" var unnið á vorönn 2015 með 4 og 5 ára börnum. Myndbandið hér að ofan var tekið í tilefni þátttöku okkar í verkefninu og var tekið á einum degi þar sem reynt er að lýsa sem best því sem börnin eru að fást við í skólanum. Í bekknum eru um 40 börn, flest eru 5 ára og vinna þau saman í þremur samliggjandi stofum. Deildarstjóri þennan vetur var Magnea, en aðrir starfsmenn voru Fanney, Birna, Dóra og Elma.

Nemendur í 6. bekk í Flataskóla og Kelduskóla í Grafarvogi unnu saman verkefni á vorönn um bókina Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Þeir bjuggu til verkefni á vefnum Kahoot sem þeir tóku þátt í samtímis hver í sínum skóla með því að deila skjánum á Skype. Hægt er að lesa frekar um verkefnið undir samskiptaverkefni á vefnum okkar.

Nemendur í 4. bekk gera tilraunir í eðlisfræði einu sinni í viku. Í þetta skiptið fengu þeir að fara út og gera tilraun með mentos og kók. Mörg falleg gos komu upp úr flöskunni við mikin fögnuð litlu vísindamannanna.

Hér má hlusta á nemendur úr 4. bekk flytja ljóð eftir Þórarinn Eldjárn á Litlu upplestrarhátíðinni sem haldin var fyrir aðstandendur í apríl 2015.

 

​Nemendur í 4 og 5 ára sáu um morgunsamveru 27. maí 2015. Þema dagsins var Lína langsokkur.


Schoolovision 2015 - nemendur í 7. bekk syngja lagið "Gefðu allt sem þú átt" eftir Jón Jónsson.

Þetta er framlag Flataskóla þetta árið. 

Flataskólaleikar voru haldnir 19. maí 2015.

Skíðaferð var farin með alla nemendur nema 3 yngstu árgangana í Bláfjöll í apríl 2015.

Nemendur í 2. bekk unnu púðaverkefni undir umsjón myndmennta- og textílkennara á vorönn 2015.


Nemendur í fjórða bekk héldu glæsilega upplestarhátíð fyrir foreldra og aðra gesti fimmtudaginn 7. maí 2015.

Nemendur í 4 og 5 ára bekk héldu upp á 10 ára afmæli eTwinning í maí 2015.


Nemendur í 5. bekk tóku upp myndband með hljóðfæraleik, fimleikum, fótbolta og fleiri atriðum og sýndu í morgunsamveru 15. apríl 2015.


Flatóvision 2015 - eTwinning verkefnið "Schoolovision". Þetta er í 7. sinn sem skólinn tekur þátt í þessu verkefni og einnig eini skólinn á Íslandi.

 
Nemendur í 6. bekk hafa í vetur fengið fræðslu frá vísindamönnum um heimskautin, loftslagsbreytingar og hafstrauma. Eftir eina heimsóknina teiknuðu nemendur þessar myndir eftir að vísindamaður sagði þeim frá náttúrunni og starfinu á heimskautunum.

Á efra myndbandinu var tilraun með bráðnun íss sem tekin var upp með smáforritinu "imotion" og spjaldtölvu. Teknar voru tvær myndir á mínútu þar til rafhlöðuna þraut eða í um það bil 7 klukkustundir. Ísinn í minni kassanum sem táknaði hafís bráðnaði mun fyrr en ísinn á steinunum (landinu) sem táknaði jökul sem þurfti mun lengri tíma. Tilraunin gekk út á það að athuga hvort yfirborð vatns breyttist við bráðnunina. Það kom berlega í ljós.


Morgunsamvera hjá 3. bekk 25. mars 2015 - Guli hópurinn sá um skemmtiatriði.


Sólarveisla hjá 4. bekk - nemendur halda áfram að búa til "dómínókeðjur".

Jöklafræðingur heimsækir 6. bekkinga og segir þeim frá ferðum sínum um heimskautin og hvernig er að starfa við þær aðstæður og hvaða rannsóknir eru stundaðar þar.

Öskudagurinn haldinn hátíðlegur í febrúar 2015.

Lífshlaupið hófst 4. febrúar 2015 í Flataskóla. Íþróttakennarar settu verkefnið af stað og Jói kom og kenndi dans í tilefni dagsins.

 
eTwinningverkefnið "The European Chain Reaction 2015" unnið af 4. bekk.


Tónlistarverkefni unnið undir umsjón Jóns Bjarna tónmenntakennara. 7. bekkingar sýna snilld sína í tónlistargerð með spjaldtölvum og verkefnið er unnið í GarageBand.


Starfsmenn tóku að sér að sjá um síðustu morgunsamveruna fyrir jól. Þeir brugðu sér í jólasveinagerfi og skemmtu krökkunum með skemmtilegu látbragði.
 

Nemendur og starfsfólk Flataskóla tóku tvo daga í að undirbúa jólamarkað til stuðings UNICEF Barnahjálpar sameinuðu þjóðanna vegna ebólufaraldurs sem geisar í Afríku. 


Fimmti bekkur fékk að grilla pylsur úti með heimilisfræði- og umsjónarkennurum sínum einn góðan veðurdag í haust (2014).

 
5. bekkur (guli hópur) sá um morgunsamveru 25. nóvember 2014.

Dagur íslenskrar tungu 2014. Nemendur unnu margvísleg verk út frá texta og ljóðum Jónasar Hallgrímssonar.

 Í nóvember 2014 sáu 4 og 5 ára nemendur um morgunsamveruna.

 
Morgunsamvera á alþjóðlega tungumáladeginum 26. september 2014.

English
Hafðu samband