Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Myndbönd

2012 - 2014


Eðlisfræðitilraunir hjá 4. bekk vorið 2014.


Flataskólaleikar eru haldnir árlega á vorin  í Flataskóla. Þá fer allt skólastarf út á skólalóð þar sem nemendur og starfsfólk leika sér saman í ýmsum leikjum og þrautum.   


Skíðaferð Flataskóla í Bláfjöll í apríl 2014 - Allir árgangar fóru á skíði sama daginn nema 6. bekkur sem hafði farið nokkru áður með kennurum sínum og dvalið í sólarhring .


Framlag Flataskóla í Schoolovision 2014. Nemendur í 4. bekk sungu og léku.


Listavarða á útisvæði Flataskóla var hlaðin á listadögum 2014 af nemendum og kennurum skólans.


7. bekkingar unnu verkefni um "Grease" og hér sjáið þið afraksturinn.


Morgunsamvera í umsjón 5 ára nemenda - 26. mars 2014.


Annar bekkur er að búa til lunda til að senda til skóla í Evrópu. Þetta er eTwinningverkefni um Vorfuglana í trénu, "The tree full of Spring Birds".


Flatóvision 2014 - sýnishorn af atriðum nemenda.

Öskudagur í Flataskóla í mars 2014


Nemendur í 7. bekk fóru í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði í febrúar 2014. Þeir unnu myndband um dvölina sem er hér fyrir ofan.


Lífshlaupið hófst með glæsibrag í morgunsamverunni í Flataskóla. Kristbjörg Zumbakennari kom og leiðbeindi hópnum í salnum í Zumbadansi.


Evrópska keðjuverkefni 4. bekkinga 2014 unnið undir stjórn Rögnu Gunnarsdóttur. Verkefnið hafnaði í 2. sæti af rúmlega 20. Vel gert.


5 ára bekkurinn í Flataskóla fékk að stjórna morgunsamverunni í desember 2013 undir stjórn Þóru.


Söngleikurinn Hljómhýra var fluttur af 5. bekk í nóvember 2013.


Sjötti bekkur sá um morgunsamveruna í hátíðarsalnum 27. nóvember 2013.


Hér eru nokkrir nemendur í 7. bekk í Flataskóla að búa til íslenska kjötsúpu sem er eitt af verkefnum í eTwinning verkefninu "Recipes for Kids" í nóvember 2013.


Hér eru nokkrar stelpur úr 7HG að syngja og dansa á uppskeruhátíð hjá samstarfsáætlun ESB í Hafnarhúsinu í nóvember 2013.


Nemendur í 6. bekk bjuggu til stuttmynd um ævintýrið Búkollu. 
Þeir notuðu spjaldtölvu og smáforritið imovie.


Fjórði bekkur sá um morgunsamveruna 6. nóvember 2013


Tilraunir með segla í 2. bekk hjá Auði.


Nemendur í 6.HL unnu í samvinnu við umsjónarkennara sinn Hönnu Lóu handrit að sögunni um hann Gosa. Leiktjöld og svið unnu nemendur undir leiðsögn Árna Más smíðakennara á vorönn 2013.

Apríl 2013. Grænfáninn var afhentur í Flataskóla í þriðja sinn í samverustund. Gerður frá Landvernd kom og afhenti umhverfisnefnd fánann til eignar næstu tvö árin.

Apríl 2013. Fyrsti bekkur tekur þátt í eTwinning verkefninu "Garden full of Spring Flowers". Á myndbandinu eru nemendur að búa til blóm til að senda til 40 Evrópulanda sem eru einnig þátttakendur í verkefninu. Þau eru að búa til þjóðarblómið Holtasóleyjuna.

Nemendur kynna garðinn sinn í morgunsamveru foreldra í maí 2013

Skíðaferð yngri deilda í Bláfjöll í mars 2013

Skíðaferð eldri bekkja í Flataskóla í Bláfjöll í febrúar 2013

Alexander og Einar aðstoðarmaður hans á skíðum í Bláfjöllum í febrúar 2013.

Myndband frá Flatóvisionhátíðinni 2013

Öskudagur í Flataskóla í febrúar 2013.

eTwinningverkefnið Evrópska keðjan 2013 - 6. bekkur OS.

eTwinningverkefnið "Favorite Healthy Food". Nemendur tóku myndband af kökubakstri í desember 2012.

Páskaeggjaleit vorið 2012

English
Hafðu samband