Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flataskóli hefur sett sér umhverfissáttmála sem hann hefur að leiðarljósi í umhverfisvernd:

  • Við göngum vel um skólann og umhverfi hans.
  • Við förum vel með pappír, prentum hvorki né ljósritum meira en þarf og endurvinnum afgangspappír.
  •  Við erum meðvituð um að það er aðeins ein jörð og að umgengni hvers og eins skiptir máli. 
  •  Við gerum okkur grein fyrir að með flokkun er hægt að endurvinna og endurnýta ýmislegt sem annars færi í ruslið.
  • Við gætum þess að nota eins lítið og við getum af mengandi hreinlætis- og ræstingavörum og veljum alltaf umhverfisvænar vörur eins og hægt er.
  • Með samþættingu námsgreina er nemendum kennd umhverfisvernd.
  • Í samvinnu við heimilin vinnum við að því að efla ábyrga hegðun og umgengni við nánasta umhverfi og náttúru landsins.
  • Við fáum tækifæri til að njóta útiveru og skynja náttúrufegurð.
 
English
Hafðu samband