Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hönnunarsamkeppni um umhverfismerki Flataskóla var haldin í maí 2006. Keppt var um hönnun og útfærslu á besta umhverfismerkinu. Alls bárust 406 myndir í samkeppnina sem voru til sýnis í hátíðarsal Flataskóla í fimm daga. Allir nemendur höfðu atkvæðisrétt til að kjósa hvaða mynd þeim fannst hæfa best sem umhverfismerki Flataskóla. Úrslitamyndirnar voru hengdar upp aftur í hátíðarsal þar sem nemendur kusu í annað sinn. 

Vistor í Garðabæ styrkti hönnunarsamkeppnina og voru veitt peninga-verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. 

Erla Ylfa Óskarsdóttir, nemandi í 7. bekk, hafnaði í fyrsta sæti og á því heiðurinn af umhverfismerki Flataskóla.
English
Hafðu samband